Tónlist

Tónlistin er mikilvægur hluti af lífinu í Laugarneskirkju. Arngerður María organisti leiðir tónlistarstarfið í kirkjunni. Hún spilar í guðsþjónustum og helgistundum og stjórnar kórnum sem syngur í messu annan hvern sunnudag.

Laugarneskirkja er líka gott hús fyrir tónleika og hér æfa eru reglulega tónleikar með fjölbreyttri tónlist. Í kirkjunni og safnaðarheimilinu æfa líka ýmsir kórar og tónlistarfólk og þau koma fram í messum yfir veturinn.

Kórinn

Kór Laugarneskirkju æfir á miðvikudagskvöldum kl. 17.30. Hann syngur að jafnaði í messum í Laugarneskirkju aðra hverja helgi. Ef þú hefur áhuga á að syngja með kórnum máttu senda póst á arngerdur@laugarneskirkja.is.