Sóknarnefnd

Sóknarnefnd hefur tvíþætt hlutverk.

 • Annars vegar að styðja við kristið trúarlíf í sókninni.
 • Hins vegar að sinna veraldarvafstri, sem óhjákvæmilega fylgir starfsemi sóknar, þ.e. fjármál, fasteignarekstur og starfsmannamál.

Sóknarnefndarmenn eru kosnir til fjögurra ára í senn. Kosið er á tveggja ára fresti og þá um hluta sóknarnefndar. Kjörnir eru varamenn og þá með sama hætti. Sóknarnefndarmenn skipta sjálfir með sér verkum formanns, gjaldkera og ritara. Kjósa ber safnaðarfulltrúa úr hópi sóknarnefndarmanna. Þá tilnefnir sóknarnefnd menn í valnefnd prestakallsins.

Sóknarnefnd er ætlað að styðja við og hafa forgöngu um kirkjulegt starf í sókninni, ásamt sóknarpresti, presti og öðrum starfsmönnum, enda félagið myndað til að iðka trú og efla kristið gildismat.

Trúariðkunin og efling hins kristna gildismats er kjarninn í starfi sóknarinnar og mikilvægasti starfsþáttur sóknarnefndarinnar.

Starf kirkjunnar er greint í þrjá starfsþætti, þ.e. helgihald, fræðslu og kærleiksþjónustu.

Sóknarnefndarfólk:

 • Úlfar Snær Arnarson, formaður
 • Vilborg Anna Árnadóttir, ritari
 • Ágústa Guðný Atladóttir, safnaðarfulltrúi
 • Bóas Bóasson
 • Andri Bjarnason
 • Egilll Heiðar Gíslason
 • Ilmur Kristjánsdóttir
 • Halldór Reynisson
 • Sóley Kaldal